5 kafli - netnámsefni Flashcards Preview

Skýringar á hegðun > 5 kafli - netnámsefni > Flashcards

Flashcards in 5 kafli - netnámsefni Deck (18)
Loading flashcards...
1
Q

Þróun sálfræði á seinni hluta 20 aldar

A

Meginviðfangsefni:

  • Rannsókn á atferli
  • Rannsókn á umhverfisáreitum
  • Rannsókn á námi

Hagnýting kenninga

  • Aðferðir til að breyta hegðun
  • Sálfræðileg próf

Hugfræði

  • Ekki bylting, heldur samfella við atferlisstefnu
  • Líking við tölvu
  • Áhugi á almennum sálfræðiskilningi (minni, ályktun, þekking)
2
Q

Meginviðfangsefni sálfræði á seinni hluta 20 aldar

A
  • Rannsókn á atferli
  • Rannsókn á umhverfisáhrifum
  • Rannsókn á námi
3
Q

Hvað er almannasálfræði?

A

Sá skilningur sem fólk hefur á hegðun og hugsun annarra án sérstakrar fræðilegrar þjálfunar.

  • skynsemi
  • markhyggja
4
Q

Forsendur almannasálfræði

A
  • Gert ráð fyrir skynsemi
  • Gert ráð fyrir að fólk muni hegða sér í samræmi við það sem það vill og það sem það veit (annars er fólk veikt, undir áhrifum eða einhver öfl)
  • Vit, löngun og vilji eru grundvallarskilyrði samfélags og menningar
5
Q

Almannasálfræði er markhyggja

A

Í almannasálfræði er spurt HVAÐ fólk viti og HVAÐ það vilji - trú og löngun framkallar hegðunina.
(Diddi (persóna) fær sér að borða af því hann er svangur og hann langar í mat og veit hvar hann er svo það hegðar sér samkvæmt því)

6
Q

Formúlur og forskriftir almannasálfræði

A

-Útreikningar til þess að skilja löngun og vissu með hliðsjón af hegðun
-Eða spá fyrir um hegðun með hliðsjón af löngun og vissu
“Björg er hissa: þá hlýtur eitthvað að hafa komið henni á óvart og í ljós kemur að hluaprófið í almennunni var erfiðara en hún hélt. Þá er hægt að spá fyrir um að hún muni endurskoða mat sitt á þessum prófum og undirbúa sig öðruvísi næst.”

7
Q

“Persónan” í almannasálfræði

A

Sálarhugmyndin lík þeirri sem Platón setti fram og lík sjálfinu sem Descartes setti fram (gædd skynsemi og rökhugsun, þekkir umhverfi sitt, er sjálfstæð og óháð)

8
Q

Franz Brentano

A
  • Eðli sálrænna fyrirbæra snýst ekki um að þau séu einangruð frá efnisheiminum
  • Eðli sálrænna fyrirbæra er það að þau eru (flest) íbyggin
9
Q

Íbyggni

A

Sá eiginleiki fyrirbæris að vísa til einhvers annars eða vera um eitthvað annað en sjálft sig.
Hugsun, tilfinningar, hegðun… ekki taugafrumur

10
Q

Dæmi Dennetts af skáktölvu

A

Hvernig gangverk er tölva? Hvað gerir sá sem vill skilja tölvu?

  • T.d. tefla við hana
  • Tölva er úr efni; málmar, rafrásir..
  • Tölva gengur eftir forritum
  • Það er hægt að ætla tölvu langanir og skoðanir
11
Q

Fimm gerðir af efnishyggju um sálarlífshugtök

A
  1. Róttæk atferlishyggja
  2. Samsemdarkenning
  3. Verkhyggja hin nýja
  4. Hvarfhyggja eða útrýmingarefnishyggja
  5. Efnishyggja án hvarfs; stigveldissmættarhyggja
12
Q
  1. Róttæk atferlishyggja
A

Sum sálarlífshugtök eru misskilningur en önnur lýsing á tilhneigingum. Tal um ætlun í raun lýsing á atferli.

13
Q
  1. Samsemdarkenning
A
  • Hugsun er heilastarfsemi; þessi tvö fyrirbæri eru eitt og hið sama.
  • Lögð áhersla á efnislega innviði; löngun er tiltekið líkamlegt ástand í miðtaugakerfinu.
  • Oft aukagetuhugmynd um vitund; hún veit af líkamlegum ferlum en veldur þeim ekki.
14
Q

Gagnrýni á samsemdarkenningu

A

Kenningin skýrir ekki íbyggni hugans eða hvernig hún hefst af efnaferlum, og samsemdin er ekki skýrð

15
Q
  1. Verkhyggja hin nýja
A
  • Viðurkennir samsemd huglegra og líkamlegra fyrirbæra en þó ekki þannig að tiltekin gerð hugsunar eigi sér sérstaka líkamlega samsvörun.
  • Hugarástand er skilgreint af samhengi, samvirkni lífveru við umhverfi.
  • Tölvulíkön og klukkulíking - sálræn ferli eru efnisleg en ekki smættanleg í tiltekið líefna- eða lífeðlisfræðilegt ástand
16
Q

Gagnrýni á verkhyggju hina nýju

A

Tölvur hafa forritara og fyrir verkhyggju liggur á að skýra hvernig forritið verður til án forritara. Segir þetta eitthvað um hvernig hugur fólks virkar í raun og veru?

17
Q
  1. Hvarfhyggja eða útrýmingarefnishyggja
A
  • Almannasálfræði hefur ekkert með vísindi að gera

- Lélegar kenning og hugtök sem munu hverfa þegar þekkingunni fleygir fram

18
Q
  1. Efnishyggja án hvarfs; stigveldissmættarhyggja
A
  • Hægt að líta á heiminn sem flókið stigveldi ólíkra skýringarstiga (frumeindir mynda sameindair sem mynda frumur sem mynda vefi..)
  • Sálarferli eru háð efnislegri tilveru og takmarkast af þeim en eiginleika þeirra er þó ekki hægt að smætta algjörlega í líkamlegt ferli